Fyrstu skrefin í starfi

Við upphaf starfs tekur hver starfseining á móti sínu starfsfólki og kynnir fyrir starfsumhverfi og samstarfsfólki. Er þá í ýmis horn að líta og er hér stiklað á stóru yfir atriði sem gott er að hafa í huga:

  • Eitt af fyrstu skrefum í starfi er að fá starfsmannaskírteini. Starfsfólk útvegar sjálft mynd á skírteinið, eða næsti stjórnandi kallar eftir myndatöku með ljósmyndara HÍ. Skírteinið sjálft er svo prentað og afhent af deildarstjóra fasteignaumsjónar.
  • Næsti yfirmaður sér til þess að notendanafni inn í kerfi HÍ sé úthlutað til nýs starfsfólks og veittur sé aðgangur að þeim kerfum og gögnum sem er nauðsynlegur í starfi.
  • Starfsfólk ber sjálft ábyrgð á að verða sýnilegt í símaskrá HÍ. Það er gert með því að skrá upplýsingar í Uglan mín – Stillingar – Um mig. Mikilvægt er að skrá greinagóðar upplýsingar.
  • Reglulega býður mannauðssvið til móttöku fyrir nýtt starfsfólk Háskólans þar sem það er boðið velkomið og fær fræðslu t.d. um almenna starfsemi skólans og réttindi og skyldur. Sambærileg móttaka er á ensku fyrir erlent starfsfólk. Önnur almenn fræðsla fyrir starfsfólk er jafnframt skráð sérstaklega í Uglu (Forsíða - Torg - Á döfinni) í upphafi hvers misseris.
  • Fyrir þau sem eru að hefja störf við kennslu er allskyns fræðslu að finna á vef Kennslumiðstöðvar setberg.hi.is 

 

Næsti yfirmaður upplýsir þig um hvar og hvenær þú átt að mæta. Upplýsingar um allar byggingar HÍ og staðsetningu þeirra er að finna á heimasíðu Háskólans.

Kaffistofur starfsfólks eru í öllum byggingum skólans og oftast í nálægð við starfsstöðvar. Fáðu leiðbeiningar frá þínum næsta yfirmanni eða samstarfsfólki um hvaða kaffistofu er hentugast að nota. Matsala er á nokkrum stöðum á háskólasvæðinu.

Á heimasíðu Háskólans er hægt að fletta upp starfsfólki í símaskrá.