VPN tengingar

Þegar tölva er ekki tengd neti HÍ getur verið lokað á ýmsar tengingar t.d. aðgangi að rafrænum greinum og bókum á vegum Landsbókasafns.

Ekki þarf lengur að vera á neti HÍ til að nota snara.is Þið fáið aðgang með því að fara á snara.is smella á "meira",  "Innskráning" og "Innskrá með Microsoft".

Athugið að þessi VPN þjónusta er aðeins ætluð til þess að komast inn á lokuð kerfi, hún er ekki ætluð fyrir neitt annað (eins og að horfa á RÚV í útlöndum).

Athugið að mörg hótel leyfa ekki notkun á VPN yfir þeirra net.

  1. Sækið forritið GlobalProtect 64-bit af vpn.hi.is. Skráið ykkur inn með notandanafni (notandanafn@hi.is) og lykilorði ef það er beðið um það.
  2. Opnið skrána. Hún ætti að birtast undir "Niðurhal" (Downloads).
  3. Smellið á "Next":
    VPN Windows
  4. Smellið aftur á "Next":
    VPN Windows
  5. Smellið á "Next" til að klára uppsetninguna:
    VPN Windows
  6. Þegar búið er að setja upp forritið þá sést GlobalProtect íkon 🌍︎ á verkstikunni. Oft felur hún sig undir örinni sem bendir upp.
    Smellið á merkið:
    VPN Windows
  7. Smellið á "Get Started":
    VPN Windows
  8. Hér skal slá inn "vpn.hi.is" og smella á "Connect":
    VPN Windows
  9. Nú þarf aðeins að skrá sig inn og þá er tölvan tengd við VPN.

Til þess að aftengja VPN þá þarf að smella á strikin þrjú ☰ og velja "Disconnect":

VPN Windows

  1. Sækið GlobalProtect fyrir Mac af vpn.hi.is. Skráið ykkur inn með notandanafni (notandanafn@hi.is) og lykilorði ef það er beðið um það.
  2. Opnið skrána og hefjið uppsetningu. Skráin ætti að birtast undir "Niðurhal" (downloads) möppunni.
  3. Smellið á "Continue":
    VPN MacOS
  4. Smellið aftur á "Continue":
    VPN MacOS 1
  5. Nú skal smella á "Install":
    VPN MacOS 1
  6. Sláið inn auðkenni á tölvunni:
    VPN MacOS 1
  7. Hér má velja "Move to Bin":
    VPN MacOS
  8. Nú mun GlobalProtect  🌍︎ forritið sjást á valstikunni efst hægra megin. Smellið á merkið og veljið "Get started"
    VPN MacOS 1
  9. Sláið inn vpn.hi.is undir "Portal".
    VPN MacOS 1
  10. Nú þarf aðeins að skrá sig inn og þá er tölvan tengd við VPN:
    VPN MacOS

Til þess að aftengja VPN þá þarf að smella á "Disconnect":

VPN MacOS

  1. Farðu í "Settings og Networks".
  2. Smelltu á ‘+’ í VPN.
  3. Gefðu tengingunni nafn t.d. VPN HÍ. Smelltu svo á "VPN Protocol" og veldu "Palo Alto Networks GlobalProtect".
  4. Settu í Gateway vpn.hi.is
  5. Smelltu á Connect.
  6. Nú opnast nýr gluggi (ath. þetta getur tekið smá stund) þar sem þú setur inn HÍ tölvupóstfangið þitt.
  7. Settu inn lykilorðið þitt (það sama og fyrir Uglu).
  8. Veldu "Yes".
  9. Smelltu aftur á "Connect" og svo "Login". ATH. það þarf að smella á það 1-3 sinnum áður en VPN-ið tengist.

  1. Náið í GlobalProtect™ í gegnum App Store. Opnið appið þegar niðurhali er lokið
  2. Hér er mælt með að samþykkja tilkynningar um stöðubreytingar (ef VPN hefur misst samband t.d.):
    VPN IOS 1
  3. Samþykkið skilmálana með því að smella á "OK".
  4. Undir "Address" skal skrifa "vpn.hi.is":
    VPN IOS 1
  5. Hér þarf að veita GlobalProtect heimild til þess að stofna VPN tengingu. Smellið á "Allow":
    VPN IOS 1
  6. Stimplið inn auðkenni fyrir símann:
    VPN IOS 1
  7. Nú þarf að skrá sig inn með HÍ netfangi (notandanafn@hi.is) og lykilorði:
    VPN IOS 1
  8. Núna er tækið tengt Háskólanetinu og kemst á aðgangsstýrðar síður:
    VPN IOS

Til þess að aftengja VPN þá er einfaldlega smellt á miðjuna eða á strikin þrjú ☰ og velja "Disconnect":

VPN Android

  1. Náið í appið GlobalProtect í gegnum Play Store. Opnið appið þegar niðurhali er lokið
  2. Samþykkið skilmálana með því að smella á "OK":
    VPN Android
  3. Hér er mælt með að samþykkja tilkynningar um stöðubreytingar (ef VPN hefur misst samband t.d.):
    VPN Android
  4. Undir "Address" skal skrifa "vpn.hi.is":
    VPN Android
  5. Nú þarf að skrá sig inn með HÍ netfangi (notandanafn@hi.is) og lykilorði.
  6. Hér þarf að veita GlobalProtect heimild til þess að stofna VPN tengingu. Smellið á "Í lagi" (OK):
    VPN Android
  7. Núna er tækið tengt Háskólanetinu og kemst á aðgangsstýrðar síður:
    VPN Android

Til þess að aftengja VPN þá er einfaldlega smellt á miðjuna eða á strikin þrjú ☰ og velja "Disconnect":

VPN Android