Aðstoð í námi

Nemendur sem eru til dæmis með fötlun, námsörðugleika (svo sem lesblindu), taugaþroskaraskanir (svo sem athyglisbrest, einhverfuróf) eða langvarandi veikindi sem geta verið hindrun í háskólanámi, eiga rétt á úrræðum í námi og prófum.

Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands hefur umsjón með þessari þjónustu.

Til að fá úrræði í prófum, svo sem lengdan próftíma, verður þú að skila inn vottorði/greiningu og senda inn umsókn um úrræði í Uglu. Lokafrestur til að sækja um úrræði er 1. október á haustmisseri og 1. mars á vormisseri. Þú getur bókað viðtal vegna úrræða hér.

Á ég rétt á aðstoð?

Bóka viðtal vegna úrræða

 

Upplýsingar fyrir kennara

Úrræði í námi og prófum er samvinnuverkefni nemenda, Nemendaráðgjafar, prófaskrifstofu og kennara. Nemandi þarf að óska eftir úrræðum og gera samning við Nemendaráðgjöf. Nemendaráðgjöf sér um að prófaskrifstofa fái upplýsingar um úrræði nemenda í lokaprófum. Það er á ábyrgð kennara að nemendur með úrræði fái notið þeirra í prófum sem eru á þeirra vegum.

Það getur verið hjálplegt fyrir kennara að kynna sér bæði upplýsingar sem Nemendaráðgjöf hefur tekið saman varðandi úrræði fyrir nemendur og upplýsingar frá prófaskrifstofu varðandi próf á vegum kennara.

English