Vírað net

Vírað net er í raun þau tæki sem tengjast netinu með kapli. Þetta á við um flestar vinnustöðvar starfsfólks.

MAC addressur er í raun kennitala tölvunnar á netinu. Til þess að tölva fái aðgang að netinu þá þarf kerfið að þekkja Ethernet MAC addressuna (kennitöluna). Þess vegna þarf að skrá allar tölvur í kerfið áður en þær fá aðgang að netinu. Hér að neðan má finna leiðbeiningar um hvernig þú finnur Ethernet MAC addressu tölvunnar þinnar.

  1. Smellið á Windows takkann á lyklaborðinu eða farið með bendilinn neðst til vinstri og smellið til að komast í upphafsvalmyndina (Start).
  2. Byrjið strax að skrifa "cmd" og smellið á Enter til að opna "Skipanakvaðning" (Command Prompt) gluggann.
    Vírað net
     
  3. Þegar svarti glugginn opnast (Command Prompt glugginn) þarf að skrifa "getmac /v" (bil á milli c og / og án gæsalappa) og smella á "Enter".
  4. Finnið línuna sem inniheldur upplýsingar um kapal-netkortið. Oftast kallað "Ethernet" eða "Local Area Connection". Finnið þar dálkinn "Physical Address" og það er þessi svokallaða MAC addressa sem við erum að leita að (A0-A0-A0-A0-A0-A0):
    getmac
  5.  Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna, smellið hér fyrir vírað net eða smellið hér fyrir net á stúdentagörðunum.

  1. Smellið á Eplið og veljið þar "System Preferences".
  2. Tvísmellið hér á "Network".
  3. Smellið á "Built-in Ethernet" og svo "Advanced".
    viradnet-macos1
  4. Smellið á Hardware flipann. Hér finnið þið MAC addressu Ethernet netkortsins.
    viradnet-macos2
  5. Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna, smellið hér fyrir vírað net eða smellið hér fyrir net á stúdentagörðunum.

Það má ýmist finna MAC addressu í Terminal eða í Settings.

Í Terminal finnst hún svona:

  1. Opnið 'terminal'.
  2. Sláið inn skipunina 'ipconfig' eða 'ip link' og ýtið á enter.
  3. Fastatala netkortsins birtist yfirleitt undir 'ens33'.
    viradnet-linux1
  4. Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna.

Í Settings finnst hún svona:

  1. Opnið Settings.
  2. Farið í 'Networks' og veljið tannhjólið við 'Wired'
  3. Undir 'Details' finnst 'Hardware address'.
    viradnet-linux2
  4. Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna, smellið hér fyrir vírað net eða smellið hér fyrir net á stúdentagörðunum.

  1. Opnið stillingarnar (Settings) og smellið á network.
  2. Smellið næst á Ethernet: 
    Vírað net ChromeOS 1
  3. Smellið á network. MAC vistfangið mun birtast neðst:
    Vírað net ChromeOS 2
  4. Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna, smellið hér fyrir vírað net eða smellið hér fyrir net á stúdentagörðunum.

Starfsfólk HÍ geta sótt um IP tölu fyrir tölvur og tæki (fastar starfstöðvar). Æskilegt er að skráð sé MAC addressa um leið svo að uppsetning nets á vélinni verði sjálfvirk og einföld. Smelltu á viðeigandi leiðbeiningar hér að ofan til þess að komast að MAC addressu þín tækis.

  1. Umsóknin fer fram í Uglu undir Forsíða → Tölvuþjónusta → Umsóknir → Föst nettenging
  2. Hér fyllum við út eftirfarandi upplýsingar (sjá mynd að neðan):
    • Notandanafn: Hér getur þú sótt um fyrir annað starfsólk sé þess óskað. Sért þú að sækja um fyrir þig setur þú inn þitt notandanafn (án @hi.is).
    • Tegund tækis: Sú tegund tækis sem sótt er um fyrir, Windows, Mac/iOS, Linux/Unix, Prentari, Annað.
    • Fastanúmer tækis (MAC): Hér skrifið þið inn Mac addressuna fyrir tækið ykkar.
    • Staðsetning: Veljið hér þá staðsetningu þar sem tækið mun tengjast og veljið "Húsnet".
    • Ekki þarf að breyta öðrum dálkum. Smellið á klára umsókn:
      Vírað umsókn

Þegar búið er að senda inn umsókn þá færð þú úthlutaða IP tölu en hún ætti sjálfkrafa að vera skráð á tækið. Það getur tekið klukkutíma áður en tölvan getur tengst netinu.

Starfsfólk getur afskráð eigin nettengingar í gegnum Uglu undir Tölvuþjónusta → Mínar tölvuþjónustur.

Með því að færa músarbendilinn yfir ruslatunnuna þá er hægt að sjá hvenær tenginginn var síðast í notkun.

Vírað net afskrá tengingu

Deild/sviðs stjórnendur geta einnig séð allar tengingar á þjónustuyfirlitinu undir Tölvuþjónusta → Þjónustuyfirlit á Uglu.

Algeng vandamál

  • Eftir að umsókn um vírað net hefur verið sent inn í Uglu þá getur það tekið upp að hálftíma áður en tölvan getur tengst netinu.
  • Oftast þá virkar að enduræsa tölvunna.
  • Aftengist þráðlausa netinu.
  • Slökkvið á VPN ef kveikt.
  • Athugið að tölvan, dokkan og utanáliggjandi netkort eru öll með sitthvor MAC-vistföng (address) fyrir ethernet tengin (netkort) því virkar aðeins nettengið sem var skráð í umsóknina. Hægt er að senda inn nýja umsókn ef þú ert með fleira en eitt ethernet tengi (netkort).
  • Athugið hvort það birtist ljós hjá ethernet tenginu á tækinu, ef það er ekkert ljós þá getur það bent til þess að tengillinn á veggnum sé ekki virkur, þá er hægt að prufa annan tengill. Ef enginn vegg tengill virðist virkur þá er hægt að senda inn beiðni á Upplýsingatæknisvið í gegnum þjónustugáttina með nafn tengillsins og staðsetningu.
    Vírað net ljós/lights

Athugið hvort netkortið í tölvunni sé stillt þannig að það úthluti IP tölur sjálfvirkt ("IP assignment: Automatic (DHCP)" eða "Obtain IP address automatically") það á ekki að vera stillt á handvirkt (Manual).
Windows:

  1. Hægri smelltu á net-hnöttinn og veldu "Stillingar fyrir símkerfi og internet" (Network and Internet settings) eða opnaðu "Stilingar" (Settings) og veldu "Símkerfi og internet" (Network & Internet):
    Vírað net vesen
  2. Smelltu á "Ethernet":
    Vírað net vesen
  3. Undir "Útlhutun IP-tölu" (IP assignment) og "Verkefni DNS-þjóns" (DNS server assignment) ætti að standa "Sjálfvirkt (DHCP)" (Automatic (DHCP)) ef það stendur "Handvirkt" (Manual) þá breytir þú því undir "Breyta" (Edit):
    Vírað net vesen