Þráðlaust net - eduroam

Image
Eduroam tákn

Eduroam er kerfi samtengdra auðkenningarþjóna hjá rannsókna- og háskólanetum víðsvegar í heiminum.

Þráðlaust net (eduroam) er á öllu Háskólasvæðinu og auðvelt er að tengjast því hvar sem er. Til að fá aðgang þarf einungis að vera með HÍ-netfang (notandanafn@hi.is).

Eduroam-net er að finna víða erlendis og auðkenningin frá HÍ er tekin gild á þeim stöðum.

Öllum notendum ber að fylgja notkunarskilmálum RHnets.

Notendur frá öðrum skólum þurfa að notast við skirteini og notendanöfn frá sínum skólum til þess að tengjast við Eduroam hjá HÍ.

Hvernig tengist ég eduroam?

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í Windows.

Munið að nota ávallt fullt netfang þegar þið tengist eduroam (með @hi.is).

Við mælum með að klára þessi skref áður en þið mætið á svæðið.

 1. Byrjið á því að sækja uppsetningarskránna:
 2. Opnaðu skránna og þá birtist þessi gluggi. Smellið á „Next“:
  Skref 1
 3. Þessi gluggi gæti þá komið upp hjá þér og þá er bara að smella á „OK“:
  Skref 2
 4. Nú þarftu að setja inn allt HÍ tölvupóstfangið þitt í username (með @hi.is) og lykilorðið þitt, það sama og þú notar á Uglu, smella svo á „Install“:
  eduroam 3 ísl
 5. Nú kemur viðvörun um að þú sért að setja inn rótarskírteini fyrir HÍ. Smelltu á „Yes“:
  Skref 5
 6. Bíddu eftir að "finish" birtist í næsta glugga
  Skref 6
 7. Þá hefurðu lokið við að ná í eduroam uppsetningarskránna og ættir að geta tengst við eduroam þegar það er í boði. Smelltu á „Finish“:
  Skref 7

Tengjast við eduroam:

Þegar þú ert búin að fylgja skrefunum hér að ofan og ert með tækið í byggingu þar sem eduroam er aðgengilegt (Hvar sem er í heiminum) að þá tengir þú tækið þitt svona:

Það eru til ýmsar leiðir í Windows til þess að tengjast netinu og er þetta einungis ein af þeim leiðum.

 1. Smelltu á net-íkonið neðst til hægri og smelltu á örina við hliðina á þráðlausa íkoninu:
  tengjast Eduroam
 2. Nú sérðu lista af þráðlausum netum í boði. Veldu „eduroam“. Hakaðu við "Sjálfvirk tenging" eða "Connect automatically" til að láta tölvuna tengjast sjálfkrafa næst þegar hún sér eduroam netið. Smellið loks á "Tengjast" eða "Connect":
  tengjast Eduroam

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í MacOS.

Munið að nota ávallt fullt netfang þegar þið tengist eduroam (með @hi.is).

 1. Smelltu á WiFi íkonið efst til hægri á vélinni þinni. Kveiktu á þráðlausa sambandinu ef það er slökkt. Veldu svo "eduroam"
  eduroam-macos1
 2. Sláðu inn fullt póstfang og sama lykilorð og þú notar í Uglu og vefpósti. Hakaðu við "Remember this network" ef þú vilt að vélin muni eftir þessari tengingu og tengist sjálfkrafa næst þegar eduroam er aðgengilegt. Smelltu því næst á "Join":
  Eduroam MacOS 2
 3. Hér þarftu að samþykkja rótarskírteini HÍ til að geta tengst. Athugaðu að þú gætir þurft að samþykkja tvisvar.
  eduroam-macOS2
 4. Nú þarftu að setja inn lykilorð inn á vélina sjálfa til að leyfa þessar breytingar:
  Eduroam macos 4

Ef stýrikerfið þitt er 10.11 eða eldra þá er hægt að ná í rótarskirteinið handvirkt og setja það upp í gegnum System preferences → Profiles.

Hér er sýnt hvernig þú tengist eduroam í iPad og iPhone.

 1. Opnaðu „Settings" og smelltu á „Wi-Fi“.
  Athugaðu hvort ekki sé örugglega kveikt á þráðlausa netinu (grænt).
 2. Veldu eduroam undir „Choose a Network“. Það gæti tekið nokkrar sekúndur fyrir eduroam að birtast eftir að kveikt er á Wi-Fi.
  eduroam-iOS1
 3. Settu inn fullt netfang (með @hi.is) og lykilorð, það sama og þú notar til að skrá þig inn í Uglu og smelltu svo á „Join“:
  Eduroam iOS 2
 4. Smelltu á „Trust“ þegar þú færð upp þennan glugga sem spyr þig um að treysta rótarskírteininu
  eduroam-iOS3

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í Android tæki. Það getur þó verið misjafnt eftir símaframleiðanda hvernig útlitið á þessu og ferlið er nákvæmlega. Hér að neðan er sýnt hvernig þetta er í Samsung - Android 12.

 1. Byrjið á því að sækja rótarskírteinið (þetta þarf að gerast í tækinu sem á að tengja við eduroam)
 2. Ef þú færð skilaboð sem segir að síminn geti ekki sett upp rótarskírteinið fylgdu þá leiðbeiningum hér að neðan, annars getur þú farið beint í skref 9:
  skref 1
 3. Opnaðu stillingar (settings):
  Skref 2
 4. Smelltu á leit í stillingum (settings):
  Skref 3
 5. Leitaðu að "CA Vottorð" eða "CA- Certificate" og smelltu á „CA certificates“:
  Skref 4
 6. Smelltu á Wi-Fi certificate:
  Eduroam Android Skref 5
 7. Veldu „Download“ möppuna en þar ætti skráin að vera sem þú sóttir hér efst:
  Eduroam Android Skref 6
 8. Merktu við „certymccert.cer“ sem er skráin sem þú sóttir og smelltu á „Done“. Gefðu síðan þessu skírteini nafn til dæmis „eduroam“:
  Eduroam Android Skref 7
 9. Opnaðu Wi-Fi yfirlitið með því að ýta á (og halda inni í ca. 2 sekúndur) Wi-Fi íkonið:
  Eduroam Android Skref 8
 10. Veldu eduroam sem birtist í listanum yfir aðgengileg net:
  Eduroam Android Skref 9
 11. Fylltu út í formið með eftirfarandi upplýsingum (smelltu á "more" til þess að sýna allt):
  • Identity: HÍ netfangið þitt (notandanafnið þitt með @hi.is fyrir aftan)
  • Password: HÍ lykilorðið
  • CA certificate: Smelltu hér og veldu það skírteini sem þú vistaðir í skrefi 8 eða veldu „UTS-AD-CA“
  • Anonymous Identity: HÍ netfangið þitt (notandanafnið þitt með @hi.is fyrir aftan)
  • Domain: hi.is
   Eduroam Android Skref 10
 12. Kláraðu að fylla inn í formið og smelltu á „Connect“:

Nú ætti tækið þitt að vera tengt eduroam.

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar fyrir Chrome OS vélar.

 1. Byrjið á því að sækja uppsetningarskránna.
 2. Því næst opnar þú Chrome vafrann og setur inn þessa slóð: chrome://network/#general
 3. Þá opnast þessi síða. Hér smellir þú á "Choose File" undir "Import ONC file":
  Eduroam ChromeOS 1
 4. Hér finnur þú skránna sem þú náðir í í skrefi 1. Hún ætti að vera í "Download" möppunni. Merkir skránna og smellir á "Open":
  Eduroam ChromeOS 2
 5. Nú er vélin tilbúin til að tengjast eduroam. Smellið á WiFi íkonið neðst í hægra horni og veljið Eduroam á listanum:
 6. Fyllið inn í reitina samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan:
  • EAP method: PEAP
  • Phase 2 authentication: MSCHAPv2
  • Server CA certificate: University of Iceland Certification...
  • Identity: Hér setur þú inn fullt netfang, sem sé þitt notandanafn @hi.is (t.d. abc1@hi.is)
  • Password: Sama lykilorð og í Uglu
  • Domain: hi.is
  • Save identity and password: Hakið við hér ef þetta er ykkar tölva. Þá þurfið þið ekki að setja inn þessar upplýsingar í hvert sinn sem þið tengist Eduroam
 7. Smellið því næst á "Connect":
  Eduroam ChromeOS 3 ísl

Nú ætti vélin að vera tengd þráðlausa netinu - eduroam.

Hér er ein leið til að tengjast eduroam á Linux

 1. Byrjið á að sækja skírteinið.
 2. Farið inn í WiFi stillingarnar fyrir eduroam og setjið inn eftirfarandi stillingar:
  • Security: WPA & WPA2 Enterprise
  • Authentication: Protected EAP (PEAP)
  • Anonymous identity: HÍ netfangið þitt en má líka prófa að hafa þetta tómt
  • CA certificate: ca.pem skírteinið sem þú sóttir hér að ofan. Ef það gengur ekki að tengjast er hægt að prófa að haka í "No certificate is required".
  • PEAP version: Automatic
  • Inner authentication: MSCHAPv2
  • Username: HÍ netfangið þitt (notandanafnið þitt með @hi.is fyrir aftan)
  • Password: HÍ lykilorðið
  • Domain: hi.is
   Eduroam Linux

Ef þið hafið sett upp eduroam í gegnum leiðbeiningarnar hér að ofan þá eigið þið að tengjast strax við eduroam í öðrum skólum.

Uppsetningaskrár sem er að finna fyrir eduroam hér að ofan eru allar fyrir Háskóla Íslands. Ef þið þurfið að sækja uppsetningaskrár fyrir aðra skóla eða uppsetningaskráin virkar ekki af einhverri ástæðu þá er hér hægt að nálgast þessar skrár á alþjóðlegri síðu eduroam.

Notendur frá öðrum skólum þurfa að notast við skirteini og notendanöfn frá sínum skólum til þess að tengjast við Eduroam hjá HÍ.

Á vefsíðu eduroam er hægt að finna kort af þeim stöðum sem eduroam er aðgengilegt.

Algeng vandamál

Ef þú hefur fylgt öllum skrefunum hér að ofan og tölvan biður þig um að setja inn auðkenni aftur, þá hefur þú slegið inn vitlaust lykilorð eða sleppt @hi.is.

Ef þú getur ekki tengst Eduroam þá ertu líklega brautskráður, þú getur séð stöðuna þína inn á Uglu undir Uglan mín → Námskeiðin mín.

 • Ef þú ert nemandi en skráður sem brautskráður þá verður þú að tala við Nemendaskrá eða deildina þína.
 • Starfsfólk á ekki að notast við nemendaaðganga við störf, þau eiga að fá nýtt notandanafn frá yfirmanni.
 • Brautskráðir missa aðgang að Eduroam.

Rótarskírteini skapa helstu vandamálin við að nota Eduroam. Þau eru ýmist sett upp beint sem rótarskírteini eða með forstillingarskrá (e. profile). 

Til þess að eyða gömlum rótarskirteinum úr tölvunni, það er gert inn í „Keychain Access".

 1. Opnaðu Keychain Access. Annað hvort finnur þú það í Applications -> Utilities eða með því að nota Spotlight Search. 
 2. Leitað er að „edurad" leyfisskrám í „Default Keychains -> login". Vinstri smelltu fyrst á skránna og svo hægri smella og veldu „Delete "eduradx.rhi.hi.is"".
  FAQ 1
 3. Keychain mun biðja þig um að staðfesta að þú viljir eyða skránni og svo að setja inn lykilorðið fyrir tölvuna. Það þarf að henda út öllum edurad leyfisskránum og síðan að skrá sig inn eins og sýnt er í leiðbeiningunum.
  FAQ 2

Einnig er hægt að henda út forstillingarskránni, ef þannig hefur sett upp.

 1. Opnaðu „System Preferences" (macOS 12 og eldri) eða „System Profiles" (macOS 13 eða nýrri).
 2. Farðu í beint í Profiles ef þú ert á macOS 12 eða eldri. Annars ferðu í „Privacy and Security" og velur þar Profiles neðst á listanum.
  FAQ 3
 3. Næst velur þú Eduroam forstillinguna og smellir á mínusinn. Þú samþykir að henda forstillingunni og setur svo inn lykilorðið fyrir tölvuna.
  FAQ 4

Ef stýrikerfið þitt er 10.11 eða eldra þá mögulega þarf að ná í skírteinið handvirkt og setja það síðan upp.

 1. Opnið "System Preferences" og "Profiles" ef tölvan gerir það ekki sjálkrafa.
  FAQ 5
 2. Smellið á skírteinið og síðan á „Install". Stýrikerfið vara þig við að þú sért að fara að setja inn forstillingarskrá. Þú velur „Continue".
  FAQ 6
 3. Setjið inn HÍ netfangið ykkar og lykilorð og smellið á „Install". Þú munt síðan fá viðvörun þess efnis að það verði að setja @ í netfangið. Smelltu á „Install" og settu síðan inn lykilorðið fyrir tölvuna.
  FAQ 7
 4. Núna þarftu að bíða í smá tíma þar til þú færð „Verified".
  FAQ 8

Þú þarft að vera viss um að notandanafn (notandanafn@hi.is) og lykilorð sé rétt. Þú getur reynt að opna "incognito" / "private" glugga í vafranum og skráð þig inn á Uglu. Eða slegið lykilorðinu inn  í Uglu í staðinn fyrir að láta tækið fylla það út sjálkrafa.

Ef þú getur ekki tengst Eduroam þá ertu líklega brautskráður, þú getur séð stöðuna þína inn á Uglu undir Uglan mín → Námskeiðin mín.

 • Ef þú ert nemandi en skráður sem brautskráður þá verður þú að tala við Nemendaskrá eða deildina þína.
 • Starfsfólk á ekki að notast við nemendaaðganga við störf, þau eiga að fá nýtt notandanafn frá yfirmanni.
 • Brautskráðir missa aðgang að Eduroam.

 • Ef þráðlausa netið er hægt þá getur þú framkvæmt hraðapróf, niðurstöðurnar sendast sjálfkrafa á netstjórnendur, athugið að netið getur verið hægt vegna mikils álags.
 • Ef þú missir samband við eduroam þá getur verið lélegt þráðlaust samband þar sem þú ert eða það getur verið mikið álag.
 • Starfsfólk getur beðið UTS um að athuga með þráðlausa netið, það er gert með því að búa til beiðni í gegnum þjónustugátt UTS, beiðnin þarf að innihalda niðurstöðu hraðaprófs og IP tölu.