Stafræn kennsla og kennslukerfi

Í Canvas, námsumsjónarkerfi Háskóla Íslands, eignast öll námskeið kennsluvef á hverju misseri. Kennsluvefur í Canvas býður upp á fjölmörg verkfæri sem nýtast í námi og kennslu, svo sem verkefnaskil, jafningjamat, endurgjöf, matskvarða, hópvinnu, umræður og upptökur. FeedbackFruits er safn verkfæra sem hefur verið bætt inn í Canvas en í því eru fjölbreyttir möguleikar til að efla samvinnu, virkja nemendur og bæta gagnvirkni við upptökur og skjöl.

Leiðbeiningar um stafræna kennslu

Á vefsíðunni kennari.hi.is getur þú prófað þig áfram og fundið þá leið sem hentar þér og þínum nemendum best í stafrænni kennslu.

Canvas leiðbeiningar kennara er að finna í Canvas og er þar einnig að finna Grunnnámskeið í Canvas – um það bil tveggja klukkustunda námskeið sem kennari getur farið í á eigin hraða. Farið er í atriði sem nauðsynlegt er að þekkja til að nota kennsluvef í Canvas.

Kennarar við HÍ geta bókað sér viðtalstíma hjá Canvas ráðgjöfum og fengið aðstoð við uppsetningu námskeiða.

Bóka tíma í ráðgjöf

Kennslusvið HÍ sinnir aðstoð og þjónustu varðandi nám og kennslu. Í Setbergi, húsi kennslunnar, geta kennarar leitað eftir ýmis konar þjónustu og stuðningi varðandi kennslu og kennsluþróun, fjölbreyttar kennsluaðferðir, námsmat, upptökur, miðlunarleiðir og fleira.