Samgöngur
Háskólinn hvetur nemendur og starfsfólk til að nýta vistvæna samgöngumáta í ferðum til og frá háskólasvæðinu, hvort sem er reiðhjól, rafskútur, strætó eða tvo jafnfljóta.
Þau sem koma á bíl á háskólasvæðið eru hvött til að samýta ferðir (e. carpooling) með vinum og kunningjum ef hægt er. Á Uglunni er hægt að sjá nánari útlistanir á þessum möguleika og mynda hópa um samnýtingu bíla.
Á næstu misserium verður gjaldskylda bílastæða á háskólasvæðinu aukin, en til að byrja með verður gjald ekki tekið af nemendum og starfsfólki HÍ.
Bílastæði eru á eftirtöldum stöðum:
Vatnsmýri
- Við Hringbraut við Stapa
- Í skeifunni við Aðalbyggingu
- Fyrir aftan Aðalbyggingu við Suðurgötu
- Við Sæmundargötu, Lögberg og Nýja-Garð
- Sturlugötu við Odda og Öskju
- Við Árnagarð og Suðurgötu.
Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða við allar byggingar.
Gjaldskylda er á bílastæðum í skeifunni við Aðalbyggingu og á svæðinu milli Nýja-Garðs og Gimli.
Vesturbær
Bílastæði eru á eftirtöldum stöðum:
Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða við allar byggingar.
Hringbraut
Gjaldskylda er á bílastæðum Landspítalans við Eirberg og Læknagarð, frekari upplýsingar um gjaldtöku má finna á heimasíðu Landspítala.
Nemendur og starfsfólk með aðsetur í þeim byggingum getur snúið sér til mannaudurhvs@hi.is fyrir frekari upplýsingar vegna daglegrar notkunar.
Stakkahlíð - Skipholt
Bílastæði eru við Stakkahlíð, Háteigsveg og Bólstaðarhlíð.
Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða.
Starfsfólki stendur til boða afnot af rafbifreiðum og -hjólum til að sinna vinnutengdum erindum á höfuðborgarsvæðinu. Bifreiðarnar eru staðsettar við Háskólatorg, Tæknigarð, Öskju, Læknagarð og Stakkahlíð og hjólin eru geymd í Aðalbyggingu og Stakkahlíð. Bókanir fara fram í Uglu.
Nemendum háskólans býðst að kaupa fargjöld Strætó með nemaafslætti. Leiðbeiningar fyrir nemendur má finna á vef Klappsins en athugið að áður en hægt er að kaupa kort með nemaafslætti þarf að veita Strætó heimild til að fá upplýsingar úr Uglu.
Nemendum á landsbyggðinni er bent á upplýsingar á vef Strætó.
Hjólastandar eru við allar byggingar skólans auk þess sem finna má yfirbyggt hjólaskýli við Lögberg og VR II. Við Háskólatorg, VR II og í Stakkahlíð er enn fremur að finna viðgerðastanda ef eitthvað smálegt þarf að laga á hjólinu þínu.
Starfsfólk sem er í minnst 50% starfshlutfalli getur gert samgöngusamning. Samningurinn felur í sér skuldbindingu til að ferðast til og frá skólanum í strætó, hjólandi eða gangandi þrisvar í viku. Á móti fær starfsfólk niðurgreitt tólf mánaða strætókort eða frítt aðgangskort í íþróttahús HÍ við Sæmundargötu.
Gengið er frá samgöngusamningi með því að senda tölvupóst á laun@hi.is. Í póstinum þarf að koma fram að í umsókninni felist staðfesting á því að viðkomandi skuldbindi sig til að ferðast til og frá skólanum í strætó, hjólandi eða gangandi þrisvar í viku. Senda þarf upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer og tilgreina hvort starfsmaður kýs niðurgreiðslu strætókorts eða frítt aðgangskort í íþróttahús HÍ.
Strætisvagnar stoppa við flestar byggingar skólans. Á Háskólatorgi við þjónustuborð er að finna skjá sem sýnir staðsetningu vagna í rauntíma ásamt komum og brottförum á stoppustöðvum Háskólans við Suðurgötu og Hringbraut.
Á Þjónustuborðinu Háskólatorgi er hægt að kaupa klappkort og klapp tíur. Klappkort er handhafakort sem hægt er að fylla á inneign í gegnum Klappið og Klapp tía er kort með tíu strætóferðum.
- Kynntu þér leiðakerfið og tímatöflur