Rannsóknarreikningar

Almennt má skipta rannsóknarreikningunum upp í tvær tegundir. Annars vegar hinn almenna reikning sem ætlaður er fyrir lægri styrki sem fengnir eru án skilyrða eða skuldbindingar fyrir Háskólann eða styrkþega. Hins vegar er það rannsóknarreikningur sem stofnaður er utan um ákveðið verkefni eða rannsókn. Þar er skriflegur samningur til staðar og Háskólinn og/eða styrkþegi er skuldbundinn til ákveðinna verka eða styrkurinn skilyrtur á einhvern hátt.

Akademískur starfsmaður sem á von á styrkfé getur stofnað rannsóknarreikning en ætlast er til að hver starfsmaður sé eingöngu með einn almennan reikning. Áður en það er gert þarf skriflegur samningur og rekstraráætlun að liggja fyrir milli HÍ og styrkveitanda. Samningurinn og rekstraráætlunin eru vistuð í skjalastjórnunarkerfi Háskólans en frumrit sent til skjalasafns.

Hvort sem um er að ræða almennan reikning eða verkefnareikning fær eigandi hreyfingalista ásamt fjárhagsyfirliti yfir þá reikninga sem hann er skráður fyrir.

Almennur reikningur

Almennur reikningur á ekki að vera með neikvæða stöðu þar sem um er að ræða rekstur á minni styrkjum sem þegar hefur verið aflað áður en til útgjalda kemur. 

Verkefnareikningur

Ábyrgðarmaður reiknings fundar reglulega með verkefnastofu og fjármálastjóra um framgang verkefnisins að lágmarki einu sinni á ári. Reksturinn þarf að vera eftir samþykktri rekstraráætlun.

Ábyrgð deilda

Deildir eru ábyrgar fyrir rannsóknarreikningum kennara sinna og viðeigandi stofnana. Ef upp koma frávik, svo sem framúrkeyrsla, skal vísa þeim til næsta yfirmanns.

Algengar spurningar

Eftirstöðvar á rannsóknarreikningi við starfslok eða andlát starfsmanns millifærist til viðkomandi deildar hvort sem um inneign eða skuld er að ræða.

Þegar verkefni er lokið þarf að láta loka rannsóknareikningi eins fljótt og hægt er.

Eftirfarandi skilyrði skulu vera uppfyllt:

  • Búið er að loka á mánaðarlegar launagreiðslur af rannsóknareikningnum.
  • Búið er að loka á rúllandi greiðslur vegna tölvu- og símaþjónustu hjá UTS.
  • Engar eignir eru skráðar á rannsóknareikninginn í eignakerfi (vegna rúllandi afskrifta).
  • Staða rannsóknareiknings er á núlli.