Ráðning gestakennara

Forsetar fræðasviða geta boðið völdum einstaklingum að gegna akademískum gestastörfum við deildir og rannsóknarsetur skólans. Gestakennarar þurfa að uppfylla sömu kröfur um faglegt hæfi og gerðar eru til annars akademísks starfsfólks við skólann. Athugið að gestakennari er ekki það sama og stundakennari.

Vísindanefnd háskólaráðs afgreiðir umsóknir um ráðningu til akademískra gestastarfa. 

Umsóknir

Vinsamlega lesið verklagsreglur um akademísk gestastörf við Háskóla Íslands áður en umsóknareyðublaðið er fyllt út. 
Eyðublað má nálgast hér.

Öll akademísk gestastörf eru tímabundin og að hámarki til 5 ára í senn. 

  • Ósk um endurnýjun samningsins skal senda til formanns vísindanefndar ekki síðar en 6 mánuðum áður en samningurinn rennur úr gildi. 
  • Senda skal tölvupóst á formann vísindanefndar háskólaráðs ásamt starfsmanni Vísinda- og nýsköpunarsviðs og óska eftir endurnýjun á samningi, vinsamlega tilgreinið nafn gestakennarans og látið fylgja núgildandi samning með póstinum. 

Akademísk gestasstörf eru ekki launuð nema kveðið sé á um annað í samningi.