Prófkvíði

Próftímabil geta valdið miklu álagi fyrir nemendur. Nemendum standa til boða nokkur úrræði innan háskólans til aðstoðar við prófkvíða. 

Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður nemendum upp á ráðgjöf og aðstoð við nám. Bætt vinnubrögð og árangursrík námstækni geta dregið úr álagi í námi og á próftímabilum og komið í veg fyrir streitu og kvíða. Ef þú telur þig þurfa á aðstoð að halda í námi, hvers eðlis sem hún er, þá getur þú bókað viðtal hjá námsráðgjafa. NHÍ býður einnig upp á fróðlegt efni í tengslum við lærdóm og undirbúning fyrir próf.

Lengdur próftími

Nemendur sem glíma við prófkvíða geta óskað eftir lengdum próftíma. Almennt er miðað við 25% lengingu á próftíma. Í undantekningartilvikum er um að ræða meiri lengingu. Mismunandi er eftir prófum hvert skal leita ef nemandi telur sig þurfa lengdan próftíma. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef Nemendaráðgjafar HÍ.

Sálfræðiþjónusta

Hægt er að bóka viðtal hjá Sálfræðiþjónustu HÍ með því að senda tölvupóst á salfraedingar[hja]hi.is. Sálfræðiþjónustan heyrir undir Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) og er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs.

Einnig er hægt að bóka sálfræðiráðgjöf hjá meistaranemum í klínískri sálfræði.