Bókasöfn

Bókasöfn er að finna á nokkrum stöðum á háskólasvæðinu. Ýmis þjónusta önnur en útlán er í boði og má þar nefna aðstoð við fræðileg skrif í Ritveri og aðgang að rafrænum gagnasöfnum. Eitt þeirra er Skemman sem geymir lokaverkefni nemenda og rannsóknarrit kennara og fræðafólks.

Bókasöfnin

Landsbókasafnið er með safnkost á öllum efnissviðum og býður meðal annars upp á:

  • Lesaðstöðu.
  • Vinnuaðstöðu fyrir einstaklinga og hópa.
  • Útlán á fjölbreyttum safnkosti.
  • Vandaða upplýsingaþjónustu á virkum dögum

Hægt er að bóka fræðslu fyrir nemendur hjá sérfræðingum safnsins sem hafa það að markmiði að kynna þjónustu, safnkost og auka upplýsingalæsi og færni í akademískum vinnubrögðum.

Bókasafn Lagadeildar er staðsett á 3. hæð í Lögbergi og er þar að finna stærsta lagabókasafn landsins.

Safnið er opið öllum en safngögn eru almennt ekki lánuð út nema til nemenda og kennara Lagadeildar HÍ.

Safnið er staðsett í Eirbergi og er safnkosturinn einkum á sviði heilbrigðisvísinda.

Safnið veitir starfsfólki LSH sem og nemendum og kennurum við Heilbrigðisvísindasvið aðgang að þekkingu sem þau þurfa í námi og starfi.

Í Norræna húsinu er bókasafn sem nýtist nemendum og kennurum í norrænum tungumálum.

    Rafræn gagnasöfn

    Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands hafa aðgang að ýmsum rafrænum gagnasöfnum og stórum söfnum rafbóka. Til að nýta þann aðgang þarf einungis að vera tengdur háskólanetinu.

    Á leiðarvisar.is er að finna leiðarvísa um heimildir í einstökum fræðigreinum, heimildavinnu og aðrar hagnýtar leiðbeiningar. Þar geta nemendur til dæmis fundið upplýsingar um hvaða gagnasöfn henta best fyrir hvert fræðasvið þegar leita skal að rafrænum heimildum.

    Skemman er rafrænt gagnasafn í opnum aðgangi sem heldur utan um lokaverkefni nemenda og rannsóknarrit kennara og fræðimanna.

    Í Skemmunni má nálgast lokaverkefni nemenda úr:

    • Háskóla Íslands
    • Háskólanum á Akureyri
    • Háskólanum á Bifröst
    • Háskólanum í Reykjavík
    • Landbúnaðarháskóla Íslands
    • Listaháskóla Íslands.

    Algengar spurningar

    Bókasöfnin eru öll opin almenningi en Bókasafn Menntavísindasviðs, Lagadeildar og Heilbrigðisvísindabókasafn lána bækur aðeins ákveðnum nemendum og starfsfólki HÍ. Heilbrigðisvísindabóksafn þjónustar einnig starfsfólk Landspítala. Best er að leita til bókasafnana fyrir frekari upplýsingar.

    Þú hefur aðgang að gagnasöfnum gegnum háskólanetið. Viljir þú nýta aðgang Háskóla Íslands og Landsbókasafns – Háskólabókasafns að hinum ýmsu gagnasöfnum ásamt Snöru er hægt að setja upp svokallaða VPN-tengingu sem veitir þér aðgang þegar þú ert utan háskólasvæðisins.

    Einnig býðst nemendum og starfsfólki að fá háskólanetið heim.

    Bókasafnsskírteini eru almennt ókeypis fyrir nemendur og starfsfólk en á sérhæfðum bókasöfnum eru útlán ekki opin öllum. Bókasafn Norræna Hússins er almenningsbóksafn þar sem allir geta keypt bóksafnskort, en sérkjör bjóðast aðeins nemendum og kennurum í norrænum tungumálum.