Prentun fyrir starfsfólk
Háskóli Íslands hefur gert þjónustusamning við Origo um rekstur og innleiðingu á miðlægu prentumsjónarkerfi fyrir starfsfólk HÍ sem kallast "Prentský".
Einnig bjóða deildir/svið upp á prentara utan "Prentský" en þeir eru misjafnir í uppsetningu. Hægt er að fá aðstoð við uppsetningu á þeim með því að senda inn beiðni á Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs með staðsetningu prentarans sem þú villt tengjast við.
Starfsfólk getur prentað í tölvuverum með því að kaupa prentkvóta.
Prentský fyrir starfsfólk HÍ
Prentský prentarar fyrir starfsfólk HÍ eru á eftirtöldum staðsetningum:
- Í Aðalbyggingu eru 5 prentarar:
- 1.hæð launadeild
- 1.hæð undir stiga í anddyri
- 1.hæð Skrifstofa rektors
- 2.hæð herb.222 Fjármálasvið
- 3. hæð Hugvísindasvið
- Í Öskju eru 3 prentarar:
- 1. hæð á skrifstofu sviðs
- 2.hæð austurenda
- 3.hæð vesturenda
- Í Árnagarði er einn prentari, 4. hæð suðurenda
- Í Eddu eru 2 prentarar:
- 1. hæð
- 2. hæð
- Í Gimli er einn prentari í prentaraherberginu á 3. hæð
- Í Grósku eru tveir prentarar:
- 1. hæð í Vísindagörðum
- 3. hæð í Tölvunarfræði
- Í Nýja Garði eru 3 prentarar:
- 1. hæð suðurendi
- 2. hæð norðurendi
- 3. hæð norðurendi
- Í Tæknigarði eru 3 prentarar:
- 1. hæð
- 2. hæð
- 3. hæð
- Í Setberg er einn prentari á 1. hæð
- Í Skólabraut er einn prentari á 3. hæð
- Í Stakkahlíð er einn prentari, Múla skrifstofugangi 2. hæð
- Í Veröld er einn prentari á 3. hæð
- Í VR2 eru tveir prentarar:
- 2. hæð
- 3. hæð
- Í VR3 eru þrír prentarar:
- 1. hæð
- 2. hæð
- 3. hæð
Uppsetningin er bara örfá skref:
- Smelltu á starthnapp og skrifaðu „keyra“ (Run) og smelltu á „enter“:
- Skrifaðu inn slóðina \\prent.hi.is\prentsky-hi og smelltu á „Í lagi“ (OK):
- Hér þarf að setja inn auðkenningu. ATH að setja CS\ fyrir framan notandanafnið ykkar og sleppið @hi.is. Hakið við "Muna skilríkin mín" (Remember my credentials). Ef tölvan biður um meiri réttindi (elevated rights) þá skalltu hafa samband við Upplýsingatæknisvið í gegnum Þjónustugáttina:
- Þá ætti tölvan að tengjast prentskýinu, þegar því er lokið ættirðu að geta prentað út. Prentun er svarthvít og báðum megin á síðu sjálfgefið ef stillingum er ekki breytt.
Í fyrsta skipti sem er prentað þarf að fara að prentaranum og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru við að virkja kortið / dropann, það þarf einungis að gera í fyrsta skipti sem tæki í prentskýinu er notað. Eftir það getur þú gengið að hvaða Origo skýjaprentara í HÍ og skjalið prentast eftir að þú hefur lagt kort eða dropa að tækinu, ef þú ert ekki með kort eða dropa er einnig hægt að skrá sig inn með uglu notandanafni og lykilorði.
- Það þarf að byrja á því að ná í prentrekla.
-
Keyrðu upp skrána og kláraðu uppsetninguna á reklinum (Continue → Agree → Install).
- Smelltu á Apple merkið (eplið) efst í vinstra horninu og farðu í "System Preferences."
- Opnaðu "Printers & Scanners."
- Smelltu á plús-merkið neðarlega til vinstri í glugganum eða "Add Printer..." (eftir því hvaða útgáfu af MacOS þú ert með)
MacOS eldra en 13:
MacOS 13 Ventura:
- Hægri smelltu einhvers staðar á autt pláss efst í glugganum (þú gætir þurft að halda inni Ctrl) og smelltu á "Customize Toolbar."
- Dragðu "Advanced" (tannhjólið) upp á stikuna og smelltu á "Done."
- Smelltu næst á "Advanced" efst í glugganum og hafðu stillingarnar eins og í þessu skjáskoti hér að neðan.
- Type: LPD/LPR Host or Printer
- Device: Another Device
- URL: Settu inn slóðina lpd://notendanafn@prent.hi.is/prentsky-hi (athugaðu að nota þitt notandanafn í slóðinni)
- Name og Location: Þessir reitir mega vera eins og þú vilt, t.d. Prentský og Háskóli Íslands.
- Use: Veldu hér "Select Software...". Þá opnast gluggi sem sjá má í næsta skrefi.
- Veldu rekilinn RICOH MP C3004ex PS (það er best að nota leitarreitinn til þess að finna hann) og smelltu á "OK:"
- Smelltu á "Add:"
- Þá er prentskýið uppsett á tölvunni og birtist eins og hver annar prentari.
- Prentun er svarthvít og prentað báðum megin nema þeim stillingum sé breytt.
Við fyrstu prentun þarf að fara að prentaranum og fylgja leiðbeiningunum sem þar eru til þess að virkja kortið / dropann. Þetta þarf einungis að gera í fyrsta skipti sem tæki í prentskýinu er notað. Eftir það getur þú gengið að hvaða Origo skýjaprentara í HÍ og skjalið prentast eftir að þú hefur lagt kort eða dropa að tækinu. Ef þú ert ekki með kort eða dropa er einnig hægt að skrá sig inn með Uglu notendanafni og lykilorði.
Leiðbeiningarnar eru ekki tæmandi fyrir allar linux útgáfur en ættu að virka fyrir flesta.
- Opna "Print Settings" og smella á "+ Add". Gætir þurft að slá inn lykilorð nokkrum sinnum í ferlinu.
- Í "New Printer" glugganum smella á Network Printer -> Windows Printer via SAMBA. Undir SMB Printer setja inn: 130.208.143.155/prentsky-hi. Setja í Password uglu lykilorðið og í Username: CS\uglu notendanafnið þitt.
- Veldu Ricoh í listanum og ýttu á "Forward"
- Veldu MP C3004ex og Ricoh MP C3004ex PS og ýttu á "Forward"
- Breyttu PostScript í Adobe PostScript
- Skrifaðu nafn að eigin vali í Location og ýttu á "Apply"
- Þegar uppsetningu er lokið ættirðu að geta prentað út. Prentun er svarthvít og báðum megin á síðu sjálfgefið ef stillingum er ekki breytt. Í fyrsta skipti sem er prentað þarf að fara að prentaranum og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru við að virkja kortið / dropann, það þarf einungis að gera í fyrsta skipti sem tæki í prentskýinu er notað. Eftir það getur þú gengið að hvaða Origo skýjaprentara í HÍ og skjalið prentast eftir að þú hefur lagt kort eða dropa að tækinu, ef þú ert ekki með kort eða dropa er einnig hægt að skrá sig inn með uglu notendanafni og lykilorði. Skjalið geymist í 24 tíma í prentröðinni.
Í fyrsta skipti sem er prentað þarf að fara að prentaranum og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru við að virkja kortið / dropann, það þarf einungis að gera í fyrst skipti sem tæki í prentskýinu er notað. Eftir það getur þú gengið að hvaða Origo skýjaprentara sem er í HÍ og skjalið prentast eftir að þú hefur lagt kort eða dropa að tækinu, ef þú ert ekki með kort eða dropa er einnig hægt að skrá sig inn með uglu notandanafni og lykilorði.
Algeng vandamál
Ef þetta skilaboð birtist þá þarf admin auðkenni til þess að klára uppsetninguna, þú getur sent inn beiðni í gegnum þjónustugátt UTS til þess að fá aðstoð.
Ef prentský hættir að virka fyrir einn notanda þá er yfirleitt best að eyða því úr tölvunni og setja það síðan aftur upp.
- Windows: Smelltu á start hnappinn og skrifaðu inn "Printers and scanners", smelltu á það, veldu síðan prentský og "Remove device".
- MacOS: Opnaðu "System preferences", smelltu á Printers & scanners", veldu prentskýið og smelltu á mínus hnappinn.
Prentskýsprentarar eru útbúnir skynjurum sem láta Origo vita sjálkrafa ef eitthvað er að, hins vegar ef það gerist ekki þá er hægt að senda inn beiðni í gegnum þjónustugátt UTS með þjónustunúmeri prentarans sem sést á hliðinni og staðsetningu hans (í hvaða byggingu og á hvaða hæð hann er).
- Algengasta orsök þess að það er ekki hægt að prenta er að tölvan er ekki tengd við HÍnet í gegnum Eduroam, hinet6 eða með vír (í Sturlugötu 8 er ekki hægt að prenta í gegnum Eduroam).
- Ef prentarinn er með skjá þá er oft hægt að sjá hvað vandamálið er á skjánum.
- Þú getur sent inn beiðni í gegnum þjónustugátt UTS ef þú þarft að fá aðstoð.
- Prentskýsprentarar láta Origo vita sjálkrafa ef blekið er búið, hinsvegar ef það gerist ekki þá er hægt að senda inn beiðni í gegnum þjónustugátt UTS með þjónustunúmeri prentarans sem sést á hliðinni og staðsetningu hans (í hvaða byggingu og á hvaða hæð hann er).
- Deildir/svið sjá um innkaup á bleki fyrir hinna prentarana ásamt öllum pappír (nema í tölvuverum).