Ábendingar, kvartanir og fyrirspurnir
Allir hafa möguleika á að koma á framfæri ábendingum, kvörtunum eða fyrirspurnum vegna starfsemi skólans. Ferli erinda fer eftir eðli og alvarleika þeirra.
Upplýsingar um helstu ferli er að finna hér að neðan og undir "tengt efni".
Aðrar kvartanir, ábendingar eða fyrirspurnir má senda í tölvupósti á hi@hi.is og er þeim þá komið í viðeigandi farveg.
Háskóli Íslands hefur innleitt jafnlaunakerfi til að framfylgja jafnlaunastefnu skólans. Tilgangur jafnlaunakerfisins er að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Skal þess sérstaklega gætt að starfsfólki sé ekki mismunað í launum vegna kynferðis eða annarra ómálefnalegra ástæðna. Nánari upplýsingar um jafnlaunavottun er að finna á t.d. vef Stjórnarráðsins og vef Jafnréttisstofu.
Í þeim tilfellum þar sem starfsfólk eða aðrir hagsmunaaðilar vilja koma athugasemdum, ábendingum eða kvörtunum í tengslum við jafnlaunakerfi háskólans á framfæri skulu þeir:
A) Fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan EÐA
B) Hafa samband við mannauðsstjóra viðkomandi fræðasviðs eða sviðsstjóra starfsmannasviðs sem fyllir út eyðublaðið fyrir hönd viðkomandi aðila.
Til þess að athugasemdin verði tekin til efnislegrar meðferðar þarf sá sem gerir athugasemd að veita skriflegt samþykki fyrir slíkri meðferð.
Smelltu hér til að fylla út eyðublaðið
Ferli fyrir kvartanir og kærumál nemenda er í stuttu máli
- Telji stúdent að brotið hafi verið á rétti sínum skal senda skriflegt erindi til deildarforseta viðkomandi deildar.
- Deildarforseti fjallar um og afgreiðir álitaefnið eins fljótt og unnt er, að jafnaði innan tveggja mánaða.
- Deildarforseti afgreiðir erindi stúdents með formlegu svari
- Ef stúdent unir ekki endanlegri ákvörðun deildarforseta er hægt að skjóta máli til háskólaráð að uppfyllutm ákveðnum skilyrðum.
- Ákvaðarnir háskólaráðs er hægt að kæra til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema að uppfylltum skilyrðum.
Ítarlegri upplýsingar um ferli kvartana og kærumála nemenda er að finna í kennsluskrá.
Stúdentaráð stendur jafnframt vörð um réttindi nemenda og veita ráðgjöf og upplýsingar í þeim efnum.