Mat á fyrra námi

Einstökum deildum er heimilt að meta námskeið eða námshluta sem þú hefur lokið við aðra deild eða annan skóla. Þú sækir um mat á fyrra námi til þinnar deildar sem ákveður hvort meta skuli viðkomandi námskeið og þá til hve margra ECTS-eininga.

Deildin aflar svo umsagnar kennara í viðkomandi grein áður en ákvörðun er tekin. 

Reglur deilda um mat á námi geta verið mismunandi og geta kveðið á um:

  • Lágmarksárangur í þeim námskeiðum sem metin eru.
  • Hámarksaldur prófa sem metin eru.

Auk þess eiga reglur deildanna að segja til um um hvort leyfilegt er að meta námskeið sem áður hafa verið látin gilda til prófgráðu.

Algengar spurningar

Með umsókninni þarf að fylgja staðfest afrit af námsferilsyfirliti ásamt námslýsingum frá viðkomandi skóla. Ef námið sem þú ert að fá metið er frá HÍ þarf hvorki að skila yfirliti né lýsingum, nema í undantekningartilfellum.

  • Þú  þarft að gera grein fyrir hvort sótt er um að viðkomandi nám sé metið sem valnámskeið eða að það komi í stað ákveðins tilgreinds skyldunámskeiðs
  • Frekari leiðbeiningar koma frá viðkomandi deild.

 

Deildin tilkynnir þegar niðurstaða liggur fyrir. Sé matið samþykkt verður það fært inn í þína Uglu.