Græn skref

Háskóli Íslands er að innleiða Græn skref í starfsemi sína. Verkefnið snýst um að efla vistvænan rekstur og gera starf Háskólans markvissara í sjálfbærni- og umhverfismálum. Grænu skrefin eru vel til fallin að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og efla umhverfisvitund starfsfólks og nemenda.

Grænu skrefin eru fimm talsins og unnið er með sjö flokka í hverju skrefi:

  • Innkaup
  • Flokkun og minni sóun
  • Rafmagn og húshitun
  • Samgöngur
  • Eldhús og mötuneyti
  • Fundir og viðburðir
  • Miðlun og stjórnun

Háskóli Íslands vinnur að innleiðingu Grænna skrefa innan fræðasviða og deilda í samvinnu við bæði starfsfólk og nemendur.  
Öllum ríkisstofnunum bera að innleiða Grænu skrefin samkvæmt loftslagsstefnu Stjórnarráðs Íslands. Umhverfisstofnun heldur utan um verkefnið og sér um úttektir á vinnustöðum. 

Algengar spurningar

Framkvæmda- og tæknisvið heldur utan um verkefnið Grænu skrefin innan Háskóla Íslands. Leitast er eftir starfsfólki ólíkra starfsstöðva HÍ til að aðstoða við innleiðingu Grænu skrefanna. Áhugasöm eru hvött til að hafa samband í gegnum tölvupóstfangið umhverfismal@hi.is

Markmið Grænu skrefanna eru meðal annars að:

  • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum 
  • Efla umhverfisvitund starfsfólks og nemenda
  • Efla vistvænan rekstur með kerfisbundnum hætti 
  • Efla markvissara umhverfisstarf innan HÍ 
  • Fara vel með auðlindir og aðföng
  • Draga úr rekstrarkostnaði skólans

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir og er fjármagnað af umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti Íslands, stofnunum að kostnaðarlausu. Umsjón og rekstur verkefnisins er í höndum Umhverfisstofnunar.