Gervigreind í háskólastarfi

Gervigreind, eða Artificial Intelligence (AI), er tækni sem getur líkt eftir mannlegri greind. Í því felst að tæknin er þjálfuð til að læra, túlka og vinna að verkefnum sem yfirleitt krefjast mannlegrar hugsunar.

Gervigreind er að finna í mörgum tækjum sem við notum daglega, til dæmis í símum og leitarvélum. Þróun gervigreindar er hröð og hefur leitt til nýrra áskorana í háskólum, þar sem kennarar og nemendur verða að aðlagast þessari nýjung í námi og kennslu.

Háskóli Íslands hefur opnað nýja upplýsingasíðu um gervigreind með leiðbeiningum um hvernig nýta má þessa nýju tækni í skólastarfi og hvað ber að varast.

gervigreind.hi.is

Vefsíðan er tvískipt út frá þörfum kennara annars vegar og nemenda hins vegar.

  • Kennarar geta fengið ábendingar um hvernig nýta má gervigreind við þróun námskeiða, námsmat og endurgjöf.
  • Nemendur geta fengið ábendingar um hvernig hægt er að nota gervigreind til að öðlast betri skilning á námsefninu og við verkefnavinnu.

Á síðunni er einnig að finna viðmið og ramma sem skólinn hefur sett um notkun gervigreindar.