Breyting á námsleið

Umsókn um breytingu á námleið er aðeins fyrir nemendur í grunnnámi. Nemendur í framhaldsnámi sem hafa hug á að fara í annað nám þurfa að sækja um nýja námsleið á almennum umsóknartíma.

Ef námskeiðaval er opið í Uglu þá er sótt um breytingu á námsleið í sömu valmynd en annars er hægt að sækja um í gegnum Ugluna:

Umsókn um breytingu á námsleið

Hjá Nemendaráðgjöf (NHÍ) starfa náms- og starfsráðgjafar sem veita meðal annars upplýsingar um nám og ráðgjöf um námsval. Ef þig vantar aðstoð með námsval þá getur þú bókað viðtal við ráðgjafa á vefnum. Við mælum einnig með að skoða námsvalshjólið.

Hægt er að skoða yfirlit yfir allar námsleiðir í boði við háskólann á vefnum, en athugið að það getur verið misjafnt milli missera hvort tekið er við nýjum nemendum í námsleiðir.