Greinar um þetta efni

Örryggisafritun af gögnum með OneDrive

OneDrive-forritið býður upp á þann innbyggða möguleika að taka sjálfvirkt afrit af "Skjáborð" (Desktop), "Skjöl" (Documents) og "Myndir" (Pictures) möppunum yfir á OneDrive-skýið. Athugið að afritunin tekur allt sem er í möppunum og ekki er hægt að velja einstakar skrár.

Til að virkja þann möguleika þá þarf að framkvæma eftirfarandi skref:

  1. Hægri smellið á OneDrive skýið.
    Smellið svo á tannhjólið og "Stillingar" (Settings).backup 1.png
  2. Veljið "Samstilling og öryggisafritun" (Sync and back up) flipann í glugganum sem birtist og í framhaldi smellið á "Stjórna öryggisafritun" (Manage backup).backup 2.png
  3. Veljið "Skjáborð" (Desktop), "Skjöl" (Documents) og/eða "Myndir" (Pictures) til að taka afrit af þeim möppum. Að vali loknu er smellt á "Vista breytingar" (Save changes) til að hefja sjálfvirku afritunartökuna.backup 3.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg