Þegar þú hefur sett upp fleiri en eina auðkenningaraðferð, sem við mælum eindregið með, þá getur þú valið hver þeirra er sjálfgefin.
Hér er sýnt hvernig þú velur hvaða leið er sjálfgefin.
- Byrjar á því að fara inn á mfa.hi.is. Þú þarft að auðkenna þig til að skrá þig þar inn (t.d. sjá Innskráning hér fyrir ofan)
- Farið í „Öryggisupplýsingar“ og smellið á „Breyta“ við „Sjálfgefin innskráningaraðferð“:
- Hér velur þú svo hvað af þeim leiðum sem þú hefur sett upp þú vilt nota sem sjálfgefna leið. Smellir svo á „Staðfesta“:
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fös 08:30-15:00
Senda fyrirspurn
525-4222