Greinar um þetta efni

Háskólaræktin

Aðgangur í Háskólaræktina kostar 12.000 krónur fyrir háskólaárið. Nemendur og starfsfólk HÍ geta keypt aðgang á Þjónustuborðinu á Háskólatorgi. Aðgangur gildir í alla auglýsta tíma, í tækjasal og gufubað. Notendur fá ekki afhent kort heldur er hlið í anddyri þar sem hægt er að skrá sig inn.

Starfsfólk sem er í minnst 50% starfshlutfalli getur gert samgöngusamning. Samningurinn felur í sér skuldbindingu til að ferðast til og frá skólanum í strætó, hjólandi eða gangandi þrisvar í viku. Á móti fær starfsfólk niðurgreitt tólf mánaða strætókort eða frítt aðgangskort í íþróttahús HÍ við Sæmundargötu. Sjá frekari upplýsingar í Uglu.

Dagskrá í sal á haustmisseri 2024

Afgreiðslutími:

Mánudaga - fimmtudaga: 7:00 - 22:00
Föstudaga: 7:00 - 20:00
Laugardaga: 8:00 - 18:00

Íþróttahúsið er lokað á hátíðisdögum, yfir jól og áramót og sex vikur á miðju sumri.

Hverjir geta keypt aðgang að íþróttahúsinu?

Íþróttahúsið er eingöngu opið nemendum og starfsfólki Háskólans.

Geta hópar leigt íþróttasalinn?

Já, hægt er að leigja íþróttasalinn fyrir lokaða hópa á opnunartíma íþróttahússins.

Leigan fyrir 45 mín:

  • 3000 kr. milli 07:00 - 16:00 á virkum dögum
  • 4000 kr. eftir kl 16:00 og um helgar

Óskað er eftir bókun með því að senda póst á ithrottahus@hi.is. Ef tíminn sem óskað er eftir er laus þarf að greiða gjaldið á Þjónustuborðinu Háskólatorgi.

Hvernig hef ég samband við umsjónarfólk íþróttahússins?

Þú sendir tölvupóst á netfangið ithrottahus@hi.is.

Hvernig er aðgengi að íþróttahúsinu fyrir þau sem nota hjólastóla?

Íþróttahúsið er gamalt og því miður ekki vel útbúið fyrir hjólastóla. Þar eru háir þröskuldar og engin lyfta.

Get ég bara keypt aðgang fyrir heilt ár?

Aðgangur í íþróttahús HÍ miðar við háskólaárið, en eftir áramót er hægt að kaupa aðgang fyrir vormisseri á 6.000 kr.

Kort og þjálfun

Göngu- og hlaupakort

Það er hollt að hjóla

 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg