Háskóla Íslands ber að skapa starfsfólki og nemendum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Starfandi eru öryggisnefndir fræðasviða og miðlægrar stjórnsýslu en fulltrúar úr þeim skipa öryggisnefnd HÍ. Hlutverk öryggisnefnda er að skipuleggja aðgerðir varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan háskólans og tryggja fræðslu og upplýsingagjöf til starfsfólks og nemenda. Nánar má lesa um hlutverk öryggisnefnda á öryggisvef skólans, oryggi.hi.is en þar má meðal annars finna upplýsingar um
- fræðsluefni
- fyrstu viðbrögð
- tryggingar
- öryggisþjónustu
- vinnuverndarstarf og
- viðbragðsáætlanir
Á öryggisvefnum geta starfsfólk og nemendur tilkynnt slys, óhöpp og slysagildrur (aðstæður sem geta valdið slysi). Einnig er hægt að senda almennar ábendingar á öryggisnefnd.
Senda ábendingu til öryggisnefndar
Reglulega eru haldin ýmis námskeið um öryggismál, svo sem skyndihjálparnámskeið, eldvarnanámskeið og öryggisnámskeið fyrir rannsóknarstofur. Þau eru auglýst í fræðsludagskrá skólans sem birt er í Uglu.
Grunnatriði öryggis er að þekkja sitt næsta umhverfi:
Hvar eru neyðarútgangar?
Hvar eru slökkvitæki?
Hvar liggja flóttaleiðir?
Það er hjartastuðtæki í öllum byggingum háskólans, finndu tækið í þinni byggingu.
Þetta eru öryggisatriði sem gott er að leggja á minnið strax í upphafi, til öryggis. Ef þig vantar aðstoð við að finna þessi atriði er hægt að hafa samband við umsjónarmann byggingarinnar.
Tilkynningar og ábendingar er varða öryggi fara í gegnum öryggisvefinn. Þú getur smellt á hnapp eins og við á hér að neðan, skráð þig inn með notandanafni þínu og lykilorði og fyllt út formið.
Senda ábendingu til öryggisnefndar
En ef þér finnst málið ekki þola neina bið þá eru starfandi umsjónarmenn í öllum byggingum háskólans sem hægt er að leita til ef þér finnst að eitthvað megi bæta í öryggismálum.
Upplýsingar um háskólabyggingar er að finna á ytri vef HÍ og þar finnur þú nafn og símanúmer umsjónarmanns með því að smella á viðeigandi byggingu. Lista yfir umsjónarmenn bygginga er einnig að finna á vef framkvæmda- og tæknisviðs.
Umsjónarmenn í byggingum eru jafnframt öryggisverðir. Upplýsingar um háskólabyggingar er að finna á ytri vef HÍ og þar geturðu fundið nafn og símanúmer umsjónarmanns með því að smella á viðegandi byggingu.