Greinar um þetta efni

Bókalistar

Kennarar við Háskóla Íslands bera ábyrgð á að kennslubækur séu skráðar og aðgengilegar nemendum. Ef engin bók er á bókalista, veitir kennari upplýsingar um bækur í síðasta lagi í fyrsta kennslutíma.

Kennarar bera einnig ábyrgð á að kennslubækur séu fáanlegar í Bóksölu Stúdenta, ef þess er óskað. Beiðni skal senda á innkaupastjóra Bóksölunnar til að fá innkeypta bók.

Mikilvægt er að kennslubækur séu skráðar í kennsluskrá HÍ og á kennsluáætlun námskeiðsins í Canvas. Ef bækurnar fást ekki í Bóksölu Stúdenta þarf kennari að veita upplýsingar um hvar nemendur geti nálgast þær.

Kennarar geta tekið frá bækur, ítarefni og uppflettirit á Námsbókasafni Þjóðarbókhlöðunnar. Nemendur geta þá notað bækurnar á staðnum eða fengið að láni í takmarkaðan tíma.

 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg